Mál númer 201110263
- 23. nóvember 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #569
Áður á dagskrá 1049. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir kynningu frá Íbúar - Samráðslýðræði. Fulltrúi þeirra mætir á fundinn um 08:30 og kynnir starfssemina. Engin gögn fylgja.
<DIV>Kynning fór fram á 1051. fundi bæjarráðs á samráðslýðræði og vefnum Betri Reykjavík. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 10. nóvember 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1051
Áður á dagskrá 1049. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir kynningu frá Íbúar - Samráðslýðræði. Fulltrúi þeirra mætir á fundinn um 08:30 og kynnir starfssemina. Engin gögn fylgja.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mættir Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason fulltrúar frá Íbúar sjálfseignarstofnun.
Fulltrúar Íbúar sjálfseignarstofnun fóru yfir og kynntu þá aðferðarfræði sjálfseignarstofnunin hefur þróað og þá sérstaklega vefinn Betri Reykjavík.
- 9. nóvember 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #568
Erindið er sett á dagskrá að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða málefnið. Gögn, sjá tengil í tölvupósti Jóns.
<DIV>Afgreiðsla 1049. fundar bæjarráðs, að óska eftir kynningu frá Íbúar ses, samþykkt á 568. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 27. október 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1049
Erindið er sett á dagskrá að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar að ræða málefnið. Gögn, sjá tengil í tölvupósti Jóns.
Til máls tólu: HS, JJB, BH og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir kynningu á þeirri þjónustu sem hér um ræðir.