Mál númer 202311580
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs, í samræmi við afgreiðslu á 602. fundi nefndarinnar, er fjallar um heildaruppbyggingu Helgafellshverfis vegna umsóknar um breytingu á skipulagi Efstalands 1. Hjálagt er erindi umsækjanda til afgreiðslu.
Afgreiðsla 603. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. desember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #603
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs, í samræmi við afgreiðslu á 602. fundi nefndarinnar, er fjallar um heildaruppbyggingu Helgafellshverfis vegna umsóknar um breytingu á skipulagi Efstalands 1. Hjálagt er erindi umsækjanda til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd synjar með 5 atkvæðum erindi og útfærslu málsaðila að deiliskipulagsbreytingu fyrir Efstaland 1, um stök raðhús og minnkun verslunarhúsnæðis. Með vísan í samantekt og umfjöllun í fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsfulltrúa telur skipulagsnefnd að forsendur aðal- og deiliskipulags um þjónustu fyrir íbúa Helgafellshverfis séu ekki brosnar og því skuli ekki breyta lóðinni með umræddum hætti. Hverfið er í mikilli uppbyggingu og eiga enn fjórir áfangar þess eftir að byggjast upp að fullu.
- 6. desember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #840
Borist hefur erindi frá ASK arkitektum, dags. 28.11.2023, f.h. BK Bygginga ehf. með samþykki lóðarhafa A faktoring ehf., með ósk um skipulagsbreytingu verslunar- og þjónustureitar að Efstalandi 1. Tillaga sýnir blöndun byggðar innan lóðarinnar, verslunarhúsnæði og raðhús.
Afgreiðsla 602. fundar skipulagnsefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. desember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #602
Borist hefur erindi frá ASK arkitektum, dags. 28.11.2023, f.h. BK Bygginga ehf. með samþykki lóðarhafa A faktoring ehf., með ósk um skipulagsbreytingu verslunar- og þjónustureitar að Efstalandi 1. Tillaga sýnir blöndun byggðar innan lóðarinnar, verslunarhúsnæði og raðhús.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar á umhverfissviði.