Mál númer 202301285
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Borist hefur erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis, dags. 13.01.2023, þar sem óskað er eftir umsögn við nýtt svæðisskipulag og umhverfismatsskýrslu Suðurhálendis í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda 111/2021. Skipulagssvæðið nær yfir hálendissvæði níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur. Flóahreppur og Árborg koma einnig að nýju skipulagi. Viðfangsefni skipulagsvinnunnar er mótun framtíðarsýnar og stefnumörkun fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda og aðgerðir fyrir loftslagið Athugasemdafrestur er til og með 12.02.2023.
Afgreiðsla 583. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #583
Borist hefur erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis, dags. 13.01.2023, þar sem óskað er eftir umsögn við nýtt svæðisskipulag og umhverfismatsskýrslu Suðurhálendis í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda 111/2021. Skipulagssvæðið nær yfir hálendissvæði níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur. Flóahreppur og Árborg koma einnig að nýju skipulagi. Viðfangsefni skipulagsvinnunnar er mótun framtíðarsýnar og stefnumörkun fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda og aðgerðir fyrir loftslagið Athugasemdafrestur er til og með 12.02.2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnt gögn.
Samþykkt með fimm atkvæðum.