Mál númer 202311130
- 6. desember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #840
Bókanir eigendavettvangs skíðasvæðanna lagðar fram ásamt fjárhagsáætlun skíðasvæðanna og gjaldskrá fyrir árið 2024.
Afgreiðsla 1604. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. desember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #840
Bókanir eigendavettvangs skíðasvæðanna lagðar fram ásamt fjárhagsáætlun skíðasvæðanna og gjaldskrá fyrir árið 2024.
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. nóvember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1604
Bókanir eigendavettvangs skíðasvæðanna lagðar fram ásamt fjárhagsáætlun skíðasvæðanna og gjaldskrá fyrir árið 2024.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Bókun bæjarráðs:
Skálafell hefur möguleika á að vera framúrskarandi skíðasvæði enda brekkurnar góðar. Bæjarráð minnir á að það var forsenda þátttöku Mosfellsbæjar í sameiginlegri uppbyggingu skíðasvæða í Bláfjöllum að einnig yrði farið í uppbyggingu í Skálafelli. Ljóst er að við núverandi aðstæður er eðlilegt að doka við og útfæra nánar þarfagreiningu og kostnaðaráætlanir framkvæmda. Bæjarráð tekur undir áherslu eigendavettvangs um að leita leiða til þess, innan reksturs skíðasvæðisins, til tilfallandi opnunar í Skálafelli þegar þess er kostur. - 23. nóvember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1603
Bókanir eigendavettvangs skíðasvæðanna lagðar fram ásamt fjárhagsáætlun skíðasvæðanna og gjaldskrá fyrir árið 2024.
Málinu frestað vegna tímaskorts.