Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202311366

  • 6. desember 2023

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #840

    Er­indi Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar varð­andi upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja og sam­starfs­vett­vang Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar.

    Af­greiðsla 1603. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 840. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 23. nóvember 2023

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1603

      Er­indi Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar varð­andi upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja og sam­starfs­vett­vang Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar.

      Áskor­an­ir formanna­fund­ar Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar varð­andi heild­ar­sýn og skipu­lagn­ingu íþrótta­mann­virkja að Varmá, varð­andi knatt­spyrnu­völl og frjálsí­þrótta­svæði og sam­starfs­vett­vang Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar lagð­ar fram og rædd­ar.


      ***
      Bók­un B, C og S lista:
      Bæj­ar­ráðs­menn B, S og C lista árétta að á 1598. fundi bæj­ar­ráðs þann 19.10.2023 var ákveð­ið að breyta sam­setn­ingu sam­ráðsvett­vangs Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar. Eng­in reynsla er komin á þá breyt­ingu og því leitt að Aft­ur­eld­ing hafi sagt sig ein­hliða frá sam­ráði við bæj­ar­yf­ir­völd.

      Hvað varð­ar fram­tíð­ar­sýn fyr­ir íþrótta­svæð­ið að Varmá þá hef­ur ver­ið unn­ið jafnt og þétt að henni, m.a. með hönn­un á svæð­inu við að­al­völl­inn, þar sem búið er að gróf­hanna að­skiln­að á milli knatt­spyrnu­vall­ar og frjálsí­þrótta­braut­ar og mæla út fyr­ir stærri stúku. Enn frem­ur hef­ur ver­ið far­ið ít­ar­lega yfir teikn­ingu að þjón­ustu­bygg­ingu, með það í huga að skoða mögu­leika á breyt­ing­um. Bent er á að fyr­ir þess­um bæj­ar­ráðs­fundi ligg­ur minn­is­blað frá Um­hverf­is­sviði þar sem far­ið er yfir stöðu upp­bygg­ing­ar m.t.t. skipu­lags- og um­hverf­is­þátta.

      Hvað varð­ar áskor­un formanna inn­an UMFA um að báð­ir vell­ir verði full­klár­að­ir í ein­um áfanga þá kem­ur fram í of­an­greindu minn­is­blaði að ekki sé tal­ið ráð­legt að vinna að fót­bolta­velli og frjálsí­þrótta­velli sam­tím­is. Frjálsí­þrótta­völl­ur verð­ur byggð­ur að Varmá og tíma­setn­ing þess­ar­ar fram­kvæmd­ar verð­ur ákveð­in í fjár­hags­áætlun

      ***
      Fund­ar­hlé hófst kl. 8:54. Fund­ur hófst aft­ur kl. 09:02

      ***

      Bók­un D lista:
      Sú staða sem komin er upp í sam­skipt­um Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar er mik­ið áhyggju­efni og von­brigði.

      Það að full­trú­ar Aft­ur­eld­ing­ar hafi séð sig knúna til að segja sig úr sam­ráðsvett­vangi Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar, sem hef­ur ver­ið starf­rækt­ur síð­an 2019 með góð­um ár­angri, er til­komin vegna vinnu­bragða og ákvarð­ana­töku meiri­hluta Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar í mál­efn­um tengd­um Aft­ur­eld­ingu og íþrótt­ar­svæð­inu að Varmá. Ákvarð­ana­taka sem var án sam­ráðs eða sam­starfs við fé­lag­ið hef­ur orð­ið þess vald­andi að mik­il upp­lausn er í stjórn­um deilda Aft­ur­eld­ing­ar.

      Aft­ur­eld­ing er stærsta íþrótta­fé­lag bæj­ar­ins með fjölda sjálf­boða­liða en fáa starfs­menn mið­að við fjölda deilda og ið­k­enda.

      Full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði leggja mikla áherslu á að bæj­ar­stjóri og full­trú­ar meiri­hlut­ans bregð­ist skjótt við og form­geri á ný sam­st­arf við Aft­ur­eld­ingu sem stuðli að taf­ar­lausri upp­bygg­ingu á íþrótta­svæð­inu að Varmá sem og að veita fé­lag­inu, starfs­fólki, ið­k­end­um og sjálf­boða­lið­um öfl­ug­an stuðn­ing við hið gríð­ar­lega mik­il­væga starf sem unn­ið er inn­an fé­lags­ins.