Mál númer 202311366
- 6. desember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #840
Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja og samstarfsvettvang Mosfellsbæjar og Aftureldingar.
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1603
Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja og samstarfsvettvang Mosfellsbæjar og Aftureldingar.
Áskoranir formannafundar Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi heildarsýn og skipulagningu íþróttamannvirkja að Varmá, varðandi knattspyrnuvöll og frjálsíþróttasvæði og samstarfsvettvang Mosfellsbæjar og Aftureldingar lagðar fram og ræddar.
***
Bókun B, C og S lista:
Bæjarráðsmenn B, S og C lista árétta að á 1598. fundi bæjarráðs þann 19.10.2023 var ákveðið að breyta samsetningu samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Engin reynsla er komin á þá breytingu og því leitt að Afturelding hafi sagt sig einhliða frá samráði við bæjaryfirvöld.Hvað varðar framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá þá hefur verið unnið jafnt og þétt að henni, m.a. með hönnun á svæðinu við aðalvöllinn, þar sem búið er að grófhanna aðskilnað á milli knattspyrnuvallar og frjálsíþróttabrautar og mæla út fyrir stærri stúku. Enn fremur hefur verið farið ítarlega yfir teikningu að þjónustubyggingu, með það í huga að skoða möguleika á breytingum. Bent er á að fyrir þessum bæjarráðsfundi liggur minnisblað frá Umhverfissviði þar sem farið er yfir stöðu uppbyggingar m.t.t. skipulags- og umhverfisþátta.
Hvað varðar áskorun formanna innan UMFA um að báðir vellir verði fullkláraðir í einum áfanga þá kemur fram í ofangreindu minnisblaði að ekki sé talið ráðlegt að vinna að fótboltavelli og frjálsíþróttavelli samtímis. Frjálsíþróttavöllur verður byggður að Varmá og tímasetning þessarar framkvæmdar verður ákveðin í fjárhagsáætlun
***
Fundarhlé hófst kl. 8:54. Fundur hófst aftur kl. 09:02***
Bókun D lista:
Sú staða sem komin er upp í samskiptum Mosfellsbæjar og Aftureldingar er mikið áhyggjuefni og vonbrigði.
Það að fulltrúar Aftureldingar hafi séð sig knúna til að segja sig úr samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar, sem hefur verið starfræktur síðan 2019 með góðum árangri, er tilkomin vegna vinnubragða og ákvarðanatöku meirihluta Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í málefnum tengdum Aftureldingu og íþróttarsvæðinu að Varmá. Ákvarðanataka sem var án samráðs eða samstarfs við félagið hefur orðið þess valdandi að mikil upplausn er í stjórnum deilda Aftureldingar.
Afturelding er stærsta íþróttafélag bæjarins með fjölda sjálfboðaliða en fáa starfsmenn miðað við fjölda deilda og iðkenda.
Fulltrúar D-lista í bæjarráði leggja mikla áherslu á að bæjarstjóri og fulltrúar meirihlutans bregðist skjótt við og formgeri á ný samstarf við Aftureldingu sem stuðli að tafarlausri uppbyggingu á íþróttasvæðinu að Varmá sem og að veita félaginu, starfsfólki, iðkendum og sjálfboðaliðum öflugan stuðning við hið gríðarlega mikilvæga starf sem unnið er innan félagsins.- FylgiskjalSamþykkt formannafundar Ungmennafélagsins Aftureldingar -Samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar.pdfFylgiskjalÁskorun til bæjarstjórnar -Heildrsýn og skipulagning íþróttamannvirkja að Varmá.pdfFylgiskjalÁskorun til bæjarstjórnar -Fullkláraður knattspyrnuvöllur og frjálsíþróttasvæði.pdf