Mál númer 202303607
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Greining á 200 daga skólaskyldu í Helgafellsskóla og Krikaskóla
Afgreiðsla 419. fundar fræðslunefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. mars 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #419
Greining á 200 daga skólaskyldu í Helgafellsskóla og Krikaskóla
Í samræmi við gildandi starfsáætlun fræðslunefndar þá er lagt til að framkvæmdarstjóra fræðslu- og frístundasviðs verði falið að gera greiningu á 200 daga skóladagatali sem unnið hefur verið eftir frá stofnun Krikaskóla árið 2008 og á yngsta stigi Helgafellsskóla. Markmiðið með vinnunni er að afla upplýsinga um kosti og galla 200 daga skóla og nota til ákvarðanatöku um framhald þessa fyrirkomulags. Niðurstaða greiningarinnar verði lögð fyrir fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.
Samþykkt með fimm atkvæðum.