Mál númer 202303607
- 6. desember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #840
Tillögur frá Krikaskóla og Helgafellsskóla
Afgreiðsla 428. fundar fræðslunefndar samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. nóvember 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #428
Tillögur frá Krikaskóla og Helgafellsskóla
Þegar Krikaskóli tók til starfa árið 2009 voru hugmyndir að rekstrarformi skólans og sú þjónusta sem hann bauð upp á í svokölluðum 200 daga skóla mikið framfaraskref í skólastarfi á Íslandi. Þar fór fram brautryðjendastarf hvað varðar samþættingu skóla- og frístundastarfs.
Í dag er boðið upp á sumarfrístund öllum grunnskólum Mosfellsbæjar fyrir börn í 1. til 4. bekk. Með þeim hætti hefur 200 daga þjónusta þróast í skólastarfinu.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu skólastjórnenda Helgafellsskóla að frá og með haustinu 2024 verði 180 nemendadagar á yngsta stigi grunnskólans og þannig verði skóladagatalið samræmt við mið- og elsta stig skólans. Samþykkt með fimm atkvæðum.Bókun D lista:
Í greinagerð sviðstjóra fræðslusviðs kemur fram að íþrótta- og tómstundastarf í Mosfellsbæ sé ekki í samræmi við 200 daga skóladagatal og samkvæmt skólastjórum bæði Krika- og Helgafellsskóla hafa um 25% nemendur verið í leyfi frá skóla síðustu daga skólaársins.
Fulltrúar D-lista samþykkja beiðni skólastjóra Helgafellsskóla um að fara með yngsta stig grunnskóla Helgafellsskóla niður í 180 daga. Við hefðum jafnframt viljað taka sama skref fyrir Krikaskóla með því myndum við einnig gæta samræmis allra barna í Mosfellsbæ því við teljum heppilegast að allir skólar Mosfellsbæjar starfi eftir sama skóladagatali. - 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Endurskoðun á 200 daga skóladagatali í Helgafellsskóla og Krikaskóla
Afgreiðsla 427. fundar fræðslunefndar samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #427
Endurskoðun á 200 daga skóladagatali í Helgafellsskóla og Krikaskóla
Minnisblöð skólastjórnenda lögð fram.
Sviðstjóra fræðslusviðs er falið að taka saman gögn og skila til nefndarinnar greiningu á fyrirkomulagi 200 daga skóla með tilliti til faglegs skólastarfs og áhrifum þeirra breytinga sem lagðar eru til á hagaðila skólasamfélagsins. - 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Greining á 200 daga skólaskyldu í Helgafellsskóla og Krikaskóla
Afgreiðsla 419. fundar fræðslunefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. mars 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #419
Greining á 200 daga skólaskyldu í Helgafellsskóla og Krikaskóla
Í samræmi við gildandi starfsáætlun fræðslunefndar þá er lagt til að framkvæmdarstjóra fræðslu- og frístundasviðs verði falið að gera greiningu á 200 daga skóladagatali sem unnið hefur verið eftir frá stofnun Krikaskóla árið 2008 og á yngsta stigi Helgafellsskóla. Markmiðið með vinnunni er að afla upplýsinga um kosti og galla 200 daga skóla og nota til ákvarðanatöku um framhald þessa fyrirkomulags. Niðurstaða greiningarinnar verði lögð fyrir fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.
Samþykkt með fimm atkvæðum.