Mál númer 202311389
- 6. desember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #840
Erindi frá Frjálsíþróttasambandi Íslands þar sem skorað er á bæjarstjórn Mosfellsbæjar að standa vörð um innviði fyrir frjálsíþróttastarf í Mosfellsbæ og þannig um leið fjölbreytt íþróttalíf til framtíðar.
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1603
Erindi frá Frjálsíþróttasambandi Íslands þar sem skorað er á bæjarstjórn Mosfellsbæjar að standa vörð um innviði fyrir frjálsíþróttastarf í Mosfellsbæ og þannig um leið fjölbreytt íþróttalíf til framtíðar.
Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi innviði fyrir frjálsíþróttastarf lagt fram og rætt.
***
Bókun B, C og S lista:
Meirihluti bæjarráðs tekur undir með Frjálsíþróttasambandinu um að aðstaða fyrir iðkendur frjálsra íþrótta þurfi að vera fyrir hendi. Eftir talsverða vinnu og samtöl við hagaðila var tekin sú ákvörðun að aðskilja vellina enda ljóst að ákvörðun um að leggja gervigras á fótboltavöllinn hamlar samnýtingu deildanna. Frjálsíþróttavöllur verður byggður að Varmá og tímasetning þeirrar framkvæmdar verður ákveðin í fjárhagsáætlun.Bókun D og L lista:
Bæjarfulltrúar D og L lista lögðu fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar tillögu um að framkvæmdir við aðalvöll Aftureldingar og þar á meðal frjálsíþróttavallar verði kláruð í einum verkáfanga.