Mál númer 201609195
- 12. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #680
Erindi um staðsetningu ljósastaura við Æsustaðarveg.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær komi sér upp ákveðnum verkferlum í tengslum við móttöku og úrvinnslu erinda frá íbúum. Þannig fái íbúar sem senda inn erindi strax svarpóst með staðfestingu á móttöku og upplýsingum um hvenær von sé á svari og frá hverjum. Einnig upplýsingar um væntanlega meðferð málsins, þ.e. hvort erindið fari fyrir bæjarráð, fagnefndir eða hljóti afgreiðslu hjá stjórnsýslunni. Tillagan felur í sér að þeir farvegir sem erindi fara í við móttöku verði fyrirfram skilgreindir.
Tilgangurinn er að bæta þjónustu við íbúa og framfylgja gildum sveitarfélagsins sem eru: Virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja!Haraldur Sverrisson, fulltrúi D-lista leggur til þá málsmeðferðartillögu að tillögu M-lista verði vísað til umsagnar framkvæmdastjóra þjónustu- og samskiptadeildar, og skal umsögnin berast bæjarráði.
Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 1275. fundar bæjarráðs samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. september 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1275
Erindi um staðsetningu ljósastaura við Æsustaðarveg.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað.