Mál númer 201609055
- 8. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #690
Erindi Disa Anderiman vegna breytingar á skipulagi.
Afgreiðsla 1295. fundar bæjarráðs samþykkt á 690. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. febrúar 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1295
Erindi Disa Anderiman vegna breytingar á skipulagi.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að svo komnu máli þar sem umræddur staður er á grannsvæði vatnsverndar og því er ekki hægt að gefa heimild til bygginga þar. Unnið er að rannsóknum á svæðinu með tilliti til vatnsverndar.
- 12. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #680
Á 420. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun:" Nefndin getur ekki tekið jákvæða afstöðu til erindisins að svo stöddu þar sem hugmyndin samræmist ekki vatnsverndarákvæði svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins “Höfuðborgarsvæðið 2040' Unnið að endurskoðun þess."
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. október 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #421
Á 420. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun:" Nefndin getur ekki tekið jákvæða afstöðu til erindisins að svo stöddu þar sem hugmyndin samræmist ekki vatnsverndarákvæði svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins “Höfuðborgarsvæðið 2040' Unnið að endurskoðun þess."
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.
- 28. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #679
Borist hefur erindi frá Dísu Anderiman dags. 5. september 2016 þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar til þeirrar hugmyndar að breyta aðalskipulagi á jörðinni Seljabrekku úr landbúnaðarsvæði í afþreyingar og ferðamannasvæði.
Afgreiðsla 420. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 679. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. september 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #420
Borist hefur erindi frá Dísu Anderiman dags. 5. september 2016 þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar til þeirrar hugmyndar að breyta aðalskipulagi á jörðinni Seljabrekku úr landbúnaðarsvæði í afþreyingar og ferðamannasvæði.
Nefndin getur ekki tekið jákvæða afstöðu til erindisins að svo stöddu þar sem hugmyndin samræmist ekki vatnsverndarákvæði svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins “Höfuðborgarsvæðið 2040" Unnið að endurskoðun þess.