Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Vortónleikar Rokkkórsins verða 23. maí í Hlégarði.

    Að venju býð­ur kór­inn upp á magn­aða kvöld­skemmt­un fyr­ir alla sem hafa ánægju af kraft­mikl­um og vönd­uð­um söng. Á þess­um tón­leik­um mun kór­inn syngja tölu­vert meira af popp tónlist en hann hef­ur áður gert en rokk­ið verð­ur þó ekki langt und­an. Flutt verða lög sem m.a. Lady Gaga, Ný dönsk, 200.000 Nagl­bít­ar, Pink, Jet black Joe, Ás­geir Trausti og Abba hafa gert vin­sæl.

    Miða­verð er 2.900 kr. og eru mið­ar seld­ir á tix.is.

    Að venju býð­ur kór­inn upp á magn­aða kvöld­skemmt­un fyr­ir alla sem hafa ánægju af kraft­mikl­um og vönd­uð­um söng. Á þess­um tón­leik­um mun kór­inn syngja tölu­vert meira af popp tónlist en hann hef­ur áður gert en rokk­ið verð­ur þó ekki langt und­an. Flutt verða lög sem m.a. Lady Gaga, Ný dönsk, 200.000 Nagl­bít­ar, Pink, Jet black Joe, Ás­geir Trausti og Abba hafa gert vin­sæl.

    Rokkkór Ís­lands er níu ára gam­all og fer held­ur óhefð­bundn­ari leið­ir en geng­ur og ger­ist í kór­söng. Kór­inn skip­ar um 50 söngv­ara sem all­ir eiga það sam­eig­in­legt að hafa mik­inn áhuga á popp-, rokk- og dæg­ur­laga­söng. Út­kom­an er kraft­mik­ill og al­gjör­lega ein­stak­ur hljóm­ur sem er klár­lega nýr sinn­ar teg­und­ar hér á landi.

    Stjórn­andi kórs­ins er Matth­ías V. Bald­urs­son. Með kórn­um leika þeir Stefán H. Henrýs­son á pi­anó og Hálf­dán Helgi Matth­íasson á slag­verk.

    Sér­stak­ir gest­ir á þess­um tón­leik­um er dú­ett­inn VÆB.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00