Hin nýstofnaða Lúðrasveit Mosfellsbæjar og Varmárkórinn leiða saman hesta sína og bjóða til tónlistarveislu fimmtudaginn 15. maí kl. 19:30 í Hlégarði.
Varmárkórinn byrjar tónleikana og svo tekur svo lúðrasveitin við eftir hlé. Tónleikarnir enda svo með samstarfi lúðrasveitar og kórs.
Verð: 2.500 kr.
Frítt fyrir 12 ára og yngri
Lúðrasveit Mosfellsbæjar var stofnuð af fyrrverandi félögum úr Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og eins var Varmárkórinn stofnaður af fyrrverandi félögum úr Skólakór Varmárskóla, ásamt stjórnanda kórsins. Það þótti því tilvalið að efna nú til tónleika saman – sannkallað samstarf fyrrverandi nemenda Varmárskóla, en auk þeirra eru í dag flottir meðlimir héðan og þaðan, bæði í kórnum og lúðrasveitinni.
Hlökkum til að sjá ykkur í Hlégarði!