Listasalur Mosfellsbæjar býður öll velkomin á opnun sýningarinnar VÁ! Kona?! eftir Telmu Har, laugardaginn 15. febrúar kl. 14:00.
Sýningin samanstendur af ljósmyndum og er viðfangsefnið vangaveltum um konur og birtingarmynd þeirra í þjóðsögum.
Titill sýningarinnar er leikur að orðinu Vá sem við notum í daglegu tali til að tjá hrifningu okkar á einhverju en raunveruleg merking þess er hætta, ógn eða eitthvað vont. Vá! Kona?! er bein skírskotun í þá ógn sem talað er um í þjóðsögunum.
Telma Har (f. 1985) býr og starfar í Reykjavík. Hún stundaði nám við Ljósmyndaskóla Reykjavíkur. Verkin hennar hafa verið sýnd víða á Íslandi og erlendis.