Þrettándabrenna verður haldin neðan Holtahverfis við Leiruvoginn. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 17:30. Skólahljómsveitin, Stormsveitin, Grýla, Leppalúði og fleiri verða á svæðinu.
Mosfellsbær stendur fyrir brennunni og björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu að vanda.
Dagskrá:
17:30 Blysför frá Bæjartorginu við Kjarna
- Skátafélagið Mosverjar
- Leikfélag Mosfellssveitar
- Grýla, Leppalúði, jólasveinar, álfar, tröll, púkar og allskonar kynjaverur
18:00 Dagskrá hefst við brennu
- Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar á hátíðarsvæðinu við brennuna
- Skólahljómsveitin og Stormsveitin leiða fjöldasöng
- Álfakongur, álfadrottning og jólasveinar sýna sig og sjá aðra
- Björgunarsveitin Kyndill sér um flugeldasýningu í lok dagskrár