Langar þig til þess að prófa að tálga? Eða langar þig að tálga meira? Nú er tækifærið því laugardaginn 31. maí verður tálgunarsmiðja fyrir börn í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Smiðjan er ætluð 6-12 ára börnum en 9 ára og yngri komi í fylgd með fullorðnum. Smiðjustjóri er Bjarni Þór Kristjánsson, handverksmaður og kennari. Allur efniviður, tæki og tól verða til taks á staðnum.
Tvær samskonar smiðjur eru í boði, sú fyrri kl. 13 og sú seinni kl. 14. Hámarksfjöldi í hvora smiðju eru 7 börn og er skráning nauðsynleg.