Finnst þér gaman að búa til sögur, skrifa og teikna? Langar þig að búa til spennandi, fyndna eða hrollvekjandi hrekkjavökusögu?
Vertu með okkur í sögusmiðjunni þar sem við ætlum að:
- Búa til skemmtilegar og hrikalegar hrekkjavökupersónur
- Skrifa spennandi og hrollvekjandi sögur
- Teikna hryllilegar hrekkjavökumyndir
Aldursviðmið: 9-12 ára.
Takmörkuð pláss í boði og skráning því nauðsynleg.
Skráning:
Smiðjustjórar:
Eva Rún Þorgeirsdóttir er rithöfundur og skrifar bækur og handrit að sjónvarpsefni fyrir krakka. Hún hefur m.a. skrifað bækur um jólasveininn Stúf, spennuseríuna Skrímslin vakna og Hættuför í huldubyggð og hljóðbókina Sögur fyrir svefninn á Storytel. Hún hefur auk þess unnið sem handritshöfundur og framleiðandi sjónvarpsþátta á KrakkaRÚV. Eva Rún hlaut Edduna 2021 í flokknum Barna- og unglingaefni ársins fyrir Stundina okkar og Íslensku hljóðbókaverðlaunin 2022 í flokki barna og ungmennabóka fyrir hljóðbókina Sögur fyrir svefninn.
Blær Guðmundsdóttir er teiknari, barnabókahöfundur og grafískur hönnuður. Hún hefur myndlýst fjölda barnabóka þ.á.m. bækurnar um Stúf. Árið 2019 sendi hún frá sér sína fyrstu frumsömdu bók, Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp – systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum. Blær vann FÍT-verðlaunin 2020 fyrir þessa frumraun sína og hlaut einnig tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki myndlýstra bóka.
Eva Rún og Blær stýra klúbbnum Svakalega sögusmiðjan í Borgarbókasafni Reykjavíkur og heimsækja auk þess bókasöfn og skóla um land allt.
Nánari upplýsingar:
Eva Dögg Diego Þorkelsdóttir, upplýsingafræðingur
evadogg@mos.is | 566 6822