Í sögustund aprílmánaðar verður lesin bókin Þín eigin saga: Piparkökuhúsið eftir Ævar Þór Benediktsson og skoðum myndskreytingar Evana Kisa.
Þín eigin saga: Piparkökuhúsið fjallar um girnilegt hús úr piparkökum og sælgæti, glaðlegan piparkökukarl, grimma norn, innilokaða fanga – og ÞIG. Því þú ræður hvað gerist!
Bókin er ein af mörgum bókum Ævars þar sem lesandinn ræður ferðinni. Við hjálpumst því að við að finna farsælan endi á þessa skemmtilegu og spennandi sögu.
Öll velkomin!