Í síðustu sögustund vetrarins kemur góður gestur í Bókasafnið. Rán Flygenring kíkir í heimsókn og les nýjustu bókina sína; Tjörnin.
Garðurinn okkar er mjög venjulegur garður. Við þekkjum hann eins og lófann á okkur! Eða það héldum við… allt þar til við rákumst á hana. Dældina. Þegar Fífa og Spói rekast á ókunna dæld í garðinum sínum breytist allt. Hélukeppir og gljáfætlur, óstýrilát selshamsstytta, dularfullt draugabarn og bíræfnir nágrannar eru bara brot af þeim undrum sem koma upp úr kafinu þegar vinirnir munda skóflurnar.
Rán hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga fyrir verk sín, bæði hér heima og erlendis. Tjörnin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2024.