Þann 28. desember verður Softball mót Aftureldingar haldið í íþróttasalnum að Varmá. Þetta er tilvalið tækifæri að mæta með vinahópinn, vinnufélagana eða gömlu liðsfélagana og skemmta sér vel á milli jóla og nýars. Skipt verður í riðla og þaðan er farið í úrslitakeppni en það verður líka spilað um forsetabikarinn fræga. Softball reglunar eru skemmtilegar, en það er t.d hægt að fá 2 mörk fyrir flott mörk.
Þegar að softball mótinu lýkur verður þáttakendum boðið í vallarhúsið þar sem það verður lokahóf og verðlaun veitt fyrir bestu búninga, flottustu mörkin, bestu leikmenn og fleira.
Mótsgjald er 20.000 kr. á lið en það mega vera 4-10 manns saman í liði.
Skráning sendist á handboltikarla@afturelding.is þar sem er tekið fram nafn þáttakanda og heiti liðs.
Skráningu lýkur þann 10. desember.
18 ára aldurstakmark.