Garðyrkjudeild Mosfellsbæjar er byrjuð að undirbúa skreytingar fyrir bæjarhátíðina Í túninu heima 2025.
Í ár er mjög spennandi og viðeigandi þema en það verður ULL og langar okkur að biðja prjónafólk í Mosfellsbæ um að koma og hitta okkur í Þjónustustöðinni, Völuteigi 15, þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17:00 svo við getum kynnt hugmyndir okkar betur.
Við viljum endilega virkja sem flest í að taka þátt í þessu með okkur og vonum við til þess að hitta sem flest.
Heitt á könnunni.