Listasalur Mosfellsbæjar býður öll velkomin á opnun sýningarinnar Shrubs (ísl. runnar) eftir Linus Lohmann laugardaginn 31. maí milli kl. 14-16.
Linus Lohmann er listamaður frá Hannover sem vinnur fyrst og fremst við teikningu, skúlptúr og prentsmíði. Hann notar óvenjulega nálgun við úrlausn vandamála þar sem verk hans einblína á tengsl ásetnings og efnis, og nýtir til þess ýmsar aðferðir við gerð verka.
Á þessari sýningu beinist athygli Linus Lohmann að náttúrunni: ekki óbyggðum náttúrunnar heldur jaðarsvæðum nútímans þar sem merking og tilgangur er óljós. Hann laðaðast að stöðum eins og runnum í vegakanti sem hafa verið troðnir niður af förum dýra eða manna. Með teikningum og skúlptúr fjallar Shrubs á áhrifaríkan hátt um hvernig merking skapast — og hverfur — með því einu að horfa. Ferlið er í eðli sínu huglægt en er einnig algjörlega háð því hvar við erum stödd í heiminum.
Linus lauk MFA frá Kunsthochschule Berlin Weissensee árið 2012. Hann hefur sýnt í galleríum og rýmum eins og Maximilian Pavillion og The Paint Shop í Berlín (2024), Ásmundarsal Gryfju, Reykjavík (2022), Gallerí Úthverfa á Ísafirði (2022), Skaftfell listamiðstöð á Seyðisfirði (2016), og Slakthusateljéerna í Stokkhólmi (2015). Verk hans eru um þessar mundir hluti af hópsýningu A. Object í Gallerí Úthverfu, Ísafirði.
Hann býr og starfar á Seyðisfirði.