Páskadagskrá í Bókasafni Mosfellsbæjar 14.-16. apríl og laugardaginn 19. apríl. Lokað er í safninu á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.
Hérabókamerki
Í barnadeild verður mögulegt að föndra glæsilegt hérabókamerki fyrir páskalesturinn.
Mörgæsaleit – Hefst þriðjudaginn 15. apríl kl. 12
Viltu spreyta þig á skemmtilegri mörgæsaþraut? Fyrir rétt svar fá þátttakendur mörgæsarsúkkulaðiegg að launum á meðan birgðir endast.
Að venju er safnið stútfullt af spennandi bókum í páskalesturinn og skemmtilegum spilum fyrir gesti á öllum aldri.
Gleðilega páska!