Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Tónar frá Frakklandi, Ítalíu, Danmörku, Svíþjóð, Eistlandi og Íslandi munu hljóma í stofunni á Gljúfrasteini sunnudaginn 16. júní.

    Páll Ragn­ar og Tui eru eins og al­fræði­orða­bæk­ur þeg­ar kem­ur að tónlist. Þau hafa safn­að að sér lög­um frá ólík­um heims­horn­um sem þau svo raða sam­an á þann­ig hátt að út­kom­an verð­ur eitt­hvað stærra og meira en hvert lag um sig. Lög­in eru bæði kunn­ug­leg og minna þekkt.

    Dag­skrá­in er öll flétt­uð sam­an með frá­sögn af tón­list­inni, lýs­ing­um á upp­runa henn­ar og hvern­ig hún barst til eyrna Páls og Tui. Þann­ig gefa þau tón­leik­un­um per­sónu­legt yf­ir­bragð og húm­or­inn er aldrei langt und­an.

    Páls­son­Hirv dú­ett­inn skipa Páll Ragn­ar Páls­son, gít­ar­leik­ari og tón­skáld, og Tui Hirv, söng­kona og tón­listar­fræð­ing­ur.


    Stofu­tón­leik­ar Gljúfra­steins 2024

    Stofu­tón­leik­ar hefjast kl. 16 og að­gangs­eyr­ir er 3.500 kr. Miða­sala fer fram í mót­töku safns­ins fyr­ir tón­leika og næg bíla­stæði eru við Jón­st­ótt.

    Dag­skrá­in í sum­ar er sem hér seg­ir:

    Júní:

    • 2. júní Kári Eg­ils­son pí­anó
    • 9. júní Sunna Gunn­laugs pí­anó­leik­ari og Marína Ósk Þórólfs­dótt­ir söng­kona
    • 16. júní Páll Ragn­ar Páls­son og Tui Hirv
    • 23. júní Sil­va og Steini
    • 30. júní Gunn­ar Kvar­an selló­leik­ari

    Júlí:

    • 7. júlí Sól­veig Thorodd­sen hörpuleikari og Sergio Coto Blanko lútuleikari
    • 14. júlí Hjörtur Ingvi Jóhannsson leikur á píanó, Andri Ólafsson á bassa og Magnús Tryggvason Eliassen á trommur
    • 21. júlí Páll Palomares fiðla og Erna Vala Arnardóttir píanó
    • 28. júlí Magnús Jóhann píanóleikari og Óskar Guðjónsson saxafónleikari spila jazz

    Ágúst:

    • 4. ágúst Dúóið Girni og Stál spila barokk. Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari.
    • 11. ágúst Kristján Kristjánsson KK syngur og spilar eins og honum einum er lagið
    • 18. ágúst Strengjakvartettinn Spúttnik. Kvartettinn skipa: Vigdís Másdóttir, víóla, Gréta Rún Snorradóttir, selló, Diljá Sigursveinsdóttir, fiðla og Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðla.
    • 25. ágúst Benedikt Kristjánsson tenór og Mathias Halvorsen píanó leika sönglög eftir Robert Schumann

    Velkomin á stofutónleika á Gljúfrasteini í sumar.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00