Ó!Rói er skapandi smiðja fyrir börn og fjölskyldur þeirra með hönnunarteyminu ÞYKJÓ. Smiðjan hentar börnum í fylgd fullorðinna frá 4 ára aldri og fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 25. janúar kl. 13-15.
Við opnum skilningarvitin okkar mjúklega á nýju ári og förum skapandi höndum um þann náttúrulega efnivið sem við getum fundið í nærumhverfinu á þessum árstíma. Við óróagerð æfum við sjálfa jafnvægislistina og lærum hvernig ólíkir hlutir geta myndað eina samhangandi heild.
Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í smiðjuna, aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar.
Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir.
Á meðal nýlegra verkefna er innsetningin Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínurnar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan: Sendum tónlist út í geim!
ÞYKJÓ hlaut Hönnunarverðlaunin árið 2024 og var einnig tilnefnt til sömu verðlauna 2021 og 2022. Eins hlaut teymið tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna.