Öll velkomin að hlusta eða mæta með hljóðfæri og spila með!
Fyrst og fremst er um að ræða félagsskap áhugafólks sem koma saman og spila lúðrasveitatónlist. Sveitin hóf að koma saman haustið 2024, og hefur síðan þá æft einu sinni í viku á sunnudögum.
Við viljum endilega bæta við félögum í hópinn og hvetjum því áhugasöm að mæta.
Æfingin fer fram í kjallara Varmárskóla, Skólabraut 1.