Starfsfólk og nemendur Kvíslarskóla bjóða á opið hús í Kvíslarskóla fimmtudaginn 8. maí frá kl. 17:00 – 19:00.
Tilvalið að koma og skoða endurbættan skóla, hitta kennara og rifja upp gamla tíma.
Dagskrá afmælishátíðar á sal skólans:
- Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar við aðalinngang
- Tónlistarflutningur í umsjón nemenda
- Hátíðin sett kl. 17:00 og skólastjóri flytur ávarp
- Formaður nemendaráðs flytur ávarp
- Tónlistarflutningur í umsjón fv. nemenda
Fjölbreyttir viðburðir um húsið frá kl. 17:30 – 19:00.
Dagskrá á efri hæð: Bekkjarstofur 9. og 10. bekkja:
- Stofa 202 – Svipmyndir frá 50 ára sögu skólans
- Stofa 203 – Árbækur og eldra efni til sýnis
- Stofa 204 – Sýning á verkefnum tengdum Íslendingasögum
- Stofa 206 – Sýning á myndlistaverkum nemenda
- Stofa 208 – Flipp flopp verkefni til sýnis
- Stofa 210 – Stærðfræði, standandi kennslustofa
- Stofa 211 – Sýning á textílverkum
Dagskrá á neðri hæð: Bekkjastofur 7. og 8. bekkja:
- Kaffi og kaka
- Stofa 102 – Myndir og annálar sýndir
- Stofa 101 – Danska, sýning á verkefnum
- Stofa 107 – Danska, Nordplus og myndir
- Stofa 108 og 110 – Enska, sýning á verkefnum
- Stofur 103 og 111 – Stærðfræðiþrautir, sagt frá árangri í stærðfræðikeppnum
- Ísat kennslustofa – Fjölbreytt verkefni
- Námsver á Laxnesgangi
- Á skólalóð, ef veður leyfir, verður körfuboltakeppni, andlitsmálning o.fl. í umsjón nemenda