Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bókasafn

Leik­hóp­ur­inn Óhemj­ur kem­ur í heim­sókn í bóka­safn­ið og flyt­ur okk­ur hjart­næma að­ventu­sögu, stút­fulla af söng, leik og dansi.

Nátttröll­ið Yrsa sér fram á ein­mana­lega jóla­há­tíð þar sem for­eldr­ar henn­ar og systkini eru öll orð­in að steini. Hún tek­ur á það ráð að fanga lít­inn skóg­ar­þröst og læsa inni í hell­in­um sín­um svo hún hafi fé­lags­skap um jólin. Skóg­ar­þröst­ur­inn hjálp­ar henni svo að sjá hlut­ina í nýju ljósi.

Öll vel­komin!

Leik­hóp­ur­inn Óhemj­ur:

Ell­en Mar­grét Bæhrenz fer með hlut­verk Yrsu. Hún er leik­kona og dans­ari með BA í leik­list frá Lista­há­skóla Ís­lands. Hún hef­ur mikla reynslu af barna­sýn­ing­um; þ.á.m. lék hún og dans­aði í Mary Popp­ins í Borg­ar­leik­hús­inu, Lata­bæ í Þjóð­leik­hús­inu, Óð og Flexu með Ís­lenska dans­flokkn­um og var brúðu­leik­ari í Brúðu­bíln­um. Hún hef­ur einn­ig mikla reynslu af því að skapa og ferð­ast með barna­verk milli leik­skóla og hef­ur kennt í áfang­an­um Barna­verk við leik­ara­braut LHÍ.

Helgi Grím­ur Her­manns­son fer með hlut­verk skóg­ar­þrast­ar­ins. Hann er með BA gráðu af sviðs­höf­unda­braut Lista­há­skóla Ís­lands og MA gráðu í rit­list frá Há­skóla Ís­lands. Hann er leik­list­ar­kenn­ari í Lauga­lækj­ar­skóla og hef­ur kom­ið að upp­setn­ingu fjölda leik­rita (barna­óperu í Hörpu, út­varps­leikrit hjá Stor­ytel, frum­samin leikrit fyr­ir ung­lingast­ig o.s.frv.) ásamt fjöld­an­um öll­um af list­nám­skeið­um fyr­ir börn og ung­menni.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00