Listasalur Mosfellsbæjar býður öll velkomin á opnun samsýningarinnar Mars konur, laugardaginn 22. mars, kl. 14-16.
Elísabet Stefánsdóttir, Þóra Sigurþórsdóttir og Fríða Gauksdóttir koma saman og skipa Mars konur.
Sýningin dregur nafn sitt af þeim mánuði sem sýningin er opnuð í, mars. Einnig er ætlað að upphefja konuna sem slíka og sérstaklega listakonur þar sem þær fengu seint þann heiður að sýna list sína meðal samlistamanna hér áður fyrr.
Titillinn er einnig vísun í titil sýningarinar Septembersýningin sem opnuð var 1947 af brautryðjendum í íslensku listalífi. Þar sameinuðust ólíkir listamenn og ýttu undir samtal verka á grundvelli forma, uppbyggingu og lita. Það sama má segja um verk þessa þriggja kvenna sem koma úr ólíkum áttum og eru á mismunandi stað á sínum listaferli. Handverk er samhljómur verkanna og er það sem konur hafa verið kenndar við samhliða þeim tilfinningum sem þær hafa upplifað um ævina, eins og frá æsku sinni.
Léttar veitingar í boði á opnunardegi.
Sýningin stendur til og með 16. apríl.