Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar býð­ur öll vel­komin í létt spjall og leið­sögn í tengsl­um við sýn­ing­una „Alltof mik­il nátt­úra“ eft­ir Þor­gerði Jör­unds­dótt­ur.

Sýn­ing­in „Alltof mik­il nátt­úra“ er fram­hald sýn­ing­ar­inn­ar „Of mik­il nátt­úra“ þar sem áfram er leit­ast við að fjalla um líf­fræði­lega fjöl­breytni nátt­úr­unn­ar á tím­um ham­fara­hlýn­un­ar. Við sem til­heyr­um mann­kyn­inu vilj­um gjarn­an gleyma því að við erum hluti teg­unda­flór­unn­ar sem bygg­ir þessa jörð. Við erum líf­ver­ur og háð um­hverf­inu rétt eins og all­ar að­r­ar líf­ver­ur. Áhrif okk­ar á nátt­úr­una og allt um­hverf­ið eru nú orð­in slík að talað er um mannöld.

Sýn­ing­in stend­ur til og með 26. júlí.
Opið er á milli kl. 9-18 alla virka daga.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00