Mosfellsbær og stjórn Farsældartúns boða til opins kynningarfundar um Farsældartún sem er sjálfseignarstofnun í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna.
Á svæðinu verða ýmsar byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu.
Íbúar eru velkomnir á kynningarfundinn sem haldinn verður í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar, Bjarkarholti 35, þann 5. desember frá kl. 16:30 – 18:00.