Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bókasafn

Í smiðj­unni lær­um við að gera lauf og regn­boga með macramé hnýt­ing­ar­að­ferð­inni. Þátt­tak­end­ur fá að prufa sig áfram með efn­ið, fá kennslu í hnýt­ing­um og leið­bein­ing­ar um hvern­ig þeir vilja að verk­ið líti út að lok­um.

Smiðj­an hent­ar krökk­um á aldr­in­um 8-12 ára sem hafa áhuga á að skapa og vinna með hönd­un­um. Handa­vinnukunn­átta er ekki nauð­syn­leg.

Í macramé eru mistök vel­komin, þann­ig lær­um við og verð­um betri í því sem við erum að fást við en jafn­framt er auð­velt að breyta og bæta verk­ið með því að halda bara áfram. Sköp­un eyk­ur vellíð­an, að sjá verk verða til í þín­um eig­in hönd­um er vald­efl­andi og ánægju­legt fyr­ir fólk á öll­um aldri.

Ald­ur­svið­mið: 8-12 ára.

Tak­mörk­uð pláss í boði og skrán­ing því nauð­syn­leg.

Smiðju­stjóri:

Smiðju­stjóri er Hera Sig­urð­ar­dótt­ir, eig­andi Flóðs & fjöru, hannyrða­stúd­íós. Hera er með mennt­un í mann­fræði og hag­nýtri menn­ing­ar­miðlun frá Há­skóla Ís­lands. Hún hef­ur víð­tæka reynslu af starfi með börn­um en frá 2002-2015 starf­aði hún hjá Reykja­vík­ur­borg sem frí­stunda­ráð­gjafi og verk­efna­stjóri á leikj­a­nám­skeið­um, í fé­lags­mið­stöðv­um og ung­menna­hús­um. Auk þess að hafa ver­ið stunda­kenn­ari í tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands. Hera hef­ur mikla reynslu af því að vald­efla og leið­beina hóp­um og ein­stak­ling­um og ná fram sköp­un­ar­kraft­in­um og leik­gleð­inni.


Nán­ari upp­lýs­ing­ar:
Eva Dögg Diego Þor­kels­dótt­ir, upp­lýs­inga­fræð­ing­ur
evadogg@mos.is | 566 6822

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00