Kvennakórinn Stöllur heldur sannkallaða menningarveislu í Bókasafni Mosfellsbæjar, sem hluta af Menningu í Mars.
Árið 2025 er ár konunnar og ætla Stöllur að fagna því á sérstaklega með því að halda þennan viðburð sem er tileinkaður konum.
Kvennakórinn Stöllur státar af listrænum meðlimum og munu þær allar leggja fram krafta sína á fjölbreyttan hátt. Viðburðurinn mun innihalda söng, myndlist, blómaskreytingar, smásagna og ljóðalestur, þar sem allar konurnar munu nýta sína sérhæfingu og sköpunarkraft til að veita áheyrendum ógleymanlega upplifun.
Meðal þeirra sem koma fram á viðburðinum eru Hafdís Huld Þrastardóttir, Textíl Barinn, Ásbjörg Jónsdóttir og fleiri.