Ásgarður Handverkstæði verður með sinn árlega jólamarkað og kaffisölu í húsnæði Ásgarðs að Álafossvegi 14 og 22, laugardaginn 7. desember á milli kl: 12:00 og 17:00.
Allar leikfangalínur Ásgarðs verða til sýnis og sölu. Einnig verður hægt að kaupa kaffi/súkkulaði og kökur gegn vægu gjaldi. Góðir gestir líta í heimsókn og taka nokkur lög.
Öll velkomin!