Listasalur Mosfellsbæjar býður gestum og gangandi upp á sannkallaða jólamarkaðs-stemmingu. 55 listamenn sýna og selja list sína á Jóla-listamarkaði sem stendur yfir 23. nóvember til 20. desember.
Þar má finna allt frá litlum vatnslitamyndum, málverkum, skúlptúrum, textílverkum og lömpum, til verka sem hafa eitt sinn verið barnadót en eru núna dulúðlegar verur. Frábært tækifæri til að finna eitthvað alveg einstakt í jólapakkann til ástvina.
Jóla-listamarkaðurinn er opinn alla virka daga frá kl. 9-18 og 12-16 á laugardögum.
Öll velkomin!