Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2024 verður heiðrað við hátíðlega athöfn í Hlégarði fimmtudaginn 9. janúar kl. 17:00.
25 tilnefningar bárust að þessu sinni. Bæjarbúar og Íþrótta- og tómstundanefnd kusu úr hópi 10 efstu tilnefndu kvenna og 10 efstu karla og valið verður kynnt í Hlégarði á fimmtudaginn. Sömuleiðis verður kunngjört um val á þjálfara ársins, liði ársins og sjálfboðaliða ársins, en íþróttafélögum bæjarins og bæjarbúum gafst fyrir áramót kostur á senda inn tillnefningar til þeirra viðurkenninga.
Léttar og frískandi veitingar verða í boði.
Öll velkomin!