Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar, Í tún­inu heima, er hald­in síð­ustu helg­ina í ág­úst ár hvert.

Fjöl­breytt­ir menn­ing­ar­við­burð­ir eru í boði, tón­leik­ar, mynd­lista­sýn­ing­ar, úti­mark­að­ir og íþrótta­við­burð­ir svo fátt eitt sé nefnt.

Há­tíð­in hefst form­lega á föstu­dags­kvöldi með skrúð­göngu, varð­eld og brekku­söng í Ála­fosskvos.

Hápunkt­ur há­tíð­ar­inn­ar er á laug­ar­dags­kvöld þeg­ar stór­tón­leik­ar fara fram á Mið­bæj­ar­torgi og stíga ávallt lands­þekkt­ar hljóm­sveit­ir ásamt heima­fólki á svið.


Hver­fa­lit­ir

Bær­inn er klædd­ur í há­tíð­ar­bún­ing með skreyt­ing­um þar sem hvert hverfi hef­ur sinn lit.

  • Gul­ur: Hlíð­ar, Höfð­ar, Tún og Mýr­ar.
  • Rauð­ur: Tang­ar, Holt og mið­bær.
  • Bleik­ur: Teig­ar, Krik­ar, Lönd, Ásar, Tung­ur og Mos­fells­dal­ur.
  • Blár: Reykja­hverfi og Helga­fells­land.

Viltu taka þátt?

Íbú­ar, fé­laga­sam­tök og fyr­ir­tæki í Mos­fells­bæ eru hvött til að taka virk­an þátt í há­tíð­inni.

Ef ein­hverj­ir luma á hug­mynd­um eða vilja vera með við­burð Í tún­inu heima hjá sér, þá má senda tölvu­póst á it­un­inu­heima[hja]mos.is.


Sölu­bás­ar

Sölu­bás­ar verða stað­sett­ir í Ála­fosskvos­inni. Til að fá upp­lýs­ing­ar um mark­að­inn í Ála­fosskvos bend­um við á Face­book síðu mark­að­ar­ins.


Mos­fells­bæj­arpeys­an

Saga ullar­iðn­að­ar á Ís­landi hef­ur ver­ið samof­in sögu Mos­fells­bæj­ar í gegn­um tíð­ina. Í til­efni bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar hef­ur Mos­fells­bær lát­ið hanna „Mos­fells­bæj­arpeysu“ og má finna upp­skrift­ir að peys­unni hér að neð­an. Peys­an ber merki Mos­fells­bæj­ar og hægt er að velja mynstur eft­ir mis­mun­andi hverf­islit.


Há­tíð­ar­lag­ið

  • Lag: Sigrún Harð­ar­dótt­ir
  • Texti: Agnes Wild
  • Mynd­band: Ág­úst Elí Ás­geirs­son
  • Hljóðupp­taka: Arn­ór Sig­urð­ar­son
  • Hljóð­færa­leik­ur: Arn­ór Sig­urð­ar­son, Flemm­ing Við­ar Val­munds­son, Loft­ur S. Lofts­son, Sigrún­Harð­ar­dótt­ir, Kristjón Daða­son og Örn Kjærnested