Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

  Börn lesa fyrir hunda á Bókasafninu.

  Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar í sam­starfi við fé­lag­ið Vig­dísi – Vini gælu­dýra á Ís­landi, býð­ur börn­um að heim­sækja safn­ið þann 28. janú­ar og lesa sér til ánægju fyr­ir hunda sem eru sér­stak­lega þjálf­að­ir til að hlusta á börn lesa.

  Lestr­ar­stund­ir með hundi reyn­ast börn­um vel og ekki síst þeim sem eiga við lestr­arörð­ug­leika að stríða. Hund­ur­inn gagn­rýn­ir ekki barn­ið á með­an á lestr­in­um stend­ur, hjálp­ar því að slaka á og ligg­ur ró­leg­ur á með­an les­ið er.

  Tveir hund­ar verða á staðn­um og kom­ast sex börn að í hvert skipti. Hvert barn fær að lesa fyr­ir hund­inn í 15 mín­út­ur. Hund­arn­ir og eig­end­ur þeirra hafa feng­ið sér­staka þjálf­un til að sinna verk­efn­inu.

  Bóka þarf tíma fyr­ir­fram fyr­ir börn­in með því að senda tölvu­póst á evadogg@mos.is.

  Tím­ar sem eru í boði: 12:30, 12:50 og 13:10.

  Gott er að barn­ið hafi val­ið sér texta til að lesa.