23. nóv. – 20. des.
Jóla-listamarkaður í Listasalnum
Yfir 50 listamenn sýna og selja list sína á Jóla-listamarkaði í Listasal Mosfellsbæjar.
Á Jóla-listamarkaðinum má finna allt frá litlum vatnslitamyndum, málverkum, skúlptúrum, textíl-verkum og lömpum, til verka sem hafa eitt sinn verið barnadót en eru núna dulúðlegar verur. Frábært tækifæri til að finna eitthvað alveg einstakt í jólapakkann til ástvina.
Opið er á opnunartíma bókasafnsins:
- mán. – fös. kl. 9:00 – 18:00
- lau. kl. 12:00 – 16:00
26. nóv. – 19. des.
Basarbúðin í Brúarlandi
Fallegar handunnar vörur á góðu verði. Fjölbreytt úrval.
Allur ágóði af seldum vörum fer til þeirra sem þurfa aðstoð í bænum okkar. Posi á staðnum.
Opið virka daga:
- mán. – fim. kl. 11:00 – 16:00
- fös. kl. 13:00 – 16:00
9. – 23. desember
Jólatrjáasala í Hamrahlíð við Vesturlandsveg
- Opið kl. 10-16 um helgar
- 9. – 13. des. opið kl. 14-17
- 16. – 20. des. opið kl. 12-17
- Þorláksmessa opið kl. 10-16
19. desember
kl. 19:00 í Hlégarði
Rauðu jólin í Hlégarði
Dagskráin hefst kl. 19:00 og verður boðið upp á ýmis skemmtiatriði, léttar veitingar, uppboð, fljótandi veigar og að sjálfsögðu góða tónlist. Jafnframt gefst tækifæri til að dreypa á nýútkomnu víni Jökuls Júlíussonar.
Það verður jólapeysuþema og verðlaun veitt fyrir ljótustu jólapeysuna á svæðinu.
Miðinn kostar 3.900 kr. og í ár mun allur ágóði renna til styrktar Krabbameinsfélags Íslands.
Hægt verður að tryggja sér miða við hurð eða á tix.is.
Kaupa miða á tix.is:
Takmarkaðir miðar í boði.
kl. 20:00 í Lágafellskirkju
Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna
Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna fara fram fimmtudaginn 19. desember kl. 20:00 í Lágafellskirkju.
Hátíðleg og notaleg stund í fallegu umhverfi.
Miðasala í kirkjunni. Aðgangseyrir kr. 3.000 en kr. 1.500 fyrir eldri borgara.
Hægt að taka frá miða á netfanginu diddukeli@simnet.is.
22. desember
kl. 14:00 á Gljúfrasteini
Aðventuupplestrar
Á aðventunni munu höfundar lesa upp úr verkum sínum í stofunni á Gljúfrasteini. Dagskráin hefst kl. 14:00 og stendur í um klukkutíma. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!
- Hildur Knútsdóttir – Mandla
- Hallgrímur Helgason – Sextíu kíló af sunnudögum
- Tómas Ævar Ólafsson – Breiðþotur
- Sunna Dís Másdóttir – Kul
23. desember
23. desember kl. 11:30
Skötuveisla í Hlégarði
Hið margrómaða skötuhlaðborð í Hlégarði verður haldið í hádeginu á Þorláksmessu. Trúbadorinn og Mosfellingurinn Bjarni Ómar mætir með gítarinn og flytur vel valin lög úr lagasafni Bubba Morthens. Hlaðborð að hætti hússins með öllu tilheyrandi. Hægt er að velja um borð kl. 11:30 og 13:30.
Forsala fer fram á Tix.is, hópar geta látið vita af sér í gegnum netfangið hlegardur@mos.is.
27. desember
kl. 18:00 í Hlégarði
Íþróttakona og íþróttakarl Aftureldingar 2024
Ungmennafélagið Afturelding verðlaunar íþróttafólkið sitt. Heitt á könnunni og öll velkomin að fagna góðu íþróttaári!
28. desember
kl. 21:00 í Hlégarði
Skítamórall & Á móti sól
Á móti sól og Skítamórall á stórdansleik í Hlégarði, laugardaginn 28. desember.
Húsið opnar kl. 21:00. Dagskrá hefst kl. 22:00-02:00.
Sveitaball eins og þau gerast best!
31. desember
kl. 16:30 neðan Holtahverfis við Leiruvoginn
Áramótabrenna
Á gamlárskvöld verður áramótabrenna haldin venju samkvæmt neðan Holtahverfis við Leiruvoginn. Mosfellsbær stendur fyrir brennunni í samstarfi við meistaraflokk karla hjá handknattleiksdeild Aftureldingar en kveikt verður í brennunni kl. 16:30 að þessu sinni. Er það fyrr en verið hefur og er breytingin gerð til að svara óskum fjölskyldna með börn.