27. desember
kl. 18:00 í Hlégarði
Íþróttakona og íþróttakarl Aftureldingar 2024
Ungmennafélagið Afturelding verðlaunar íþróttafólkið sitt. Heitt á könnunni og öll velkomin að fagna góðu íþróttaári!
28. desember
kl. 21:00 í Hlégarði
Skítamórall & Á móti sól
Á móti sól og Skítamórall á stórdansleik í Hlégarði, laugardaginn 28. desember.
Húsið opnar kl. 21:00. Dagskrá hefst kl. 22:00-02:00.
Sveitaball eins og þau gerast best!
31. desember
kl. 16:30 neðan Holtahverfis við Leiruvoginn
Áramótabrenna
Á gamlárskvöld verður áramótabrenna haldin venju samkvæmt neðan Holtahverfis við Leiruvoginn. Mosfellsbær stendur fyrir brennunni í samstarfi við meistaraflokk karla hjá handknattleiksdeild Aftureldingar en kveikt verður í brennunni kl. 16:30 að þessu sinni. Er það fyrr en verið hefur og er breytingin gerð til að svara óskum fjölskyldna með börn.