Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Hlégarður

    End­ur­fund­ir við Kristján frá Djúpa­læk og text­ana hans í Hlé­garði sunnu­dag­inn 3. nóv­em­ber kl. 14:00.

    Tón­list­ar- og sögu­st­und með hljóm­sveit­inni Djúpa­læk, þar sem tón­um og tali verð­ur beint að texta­gerð Kristjáns frá Djúplæk við ís­lensk dans- og dæg­ur­lög.

    Á milli laga velt­ir Halldór Gunn­ars­son, sem kynnt­ist Kristjáni náið í bernsku, upp spurn­ing­um á borð við:

    • Hvers vegna dýfði skáld­ið tán­um í lág­menn­ing­una með þess­um hætti?
    • Hvaða aug­um leit Kristján áhrifa­mátt dæg­ur­laga­texta?
    • Hvern­ig var lit­ið á þetta fram­tak skálds­ins af ólík­um hóp­um?
    • Hvern­ig birt­ast bernsku­slóð­ir skálds­ins og lífs­við­horf í textum hans?
    • Hver var hans póli­tíska sýn?
    • Hver voru tengsl hans við laga­höf­unda?
    • Há­menn­ing, lág­menn­ing?
    • Hvenær er texti ljóð og ljóð texti?
    • Hver er sag­an á bak við hvern texta?
    • Hvern­ig kall var Kristján?

    Hljóm­sveit­ina Djúpa­læk skipa auk Hall­dórs sem leik­ur á harmonikku, pí­anó og munn­hörpu, þau Íris Jóns­dótt­ir, söng­kona, Þröst­ur Þor­björns­son gít­ar­leik­ari, Har­ald­ur Þor­steins­son bassa­leik­ari og Sig­urð­ur Reyn­is­son trommu­leik­ari.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00