Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Gljúfrasteinn

Tón­list­ar­kon­an Elín Hall kem­ur fram í stof­unni á Gljúfra­steini sunnu­dag­inn 6. júlí kl. 16 og flyt­ur lög úr eig­in smiðju. Elín er sér­stak­lega þekkt fyr­ir metn­að­ar­fulla texta­smíð­ar og hríf­andi mynd­mál. Í sögu­legu um­hverfi Gljúfra­steins sam­ein­ast því arf­leifð Hall­dórs Lax­ness með því besta í ís­lenskri sam­tíma­tónlist.

Á efn­is­skránni má með­al ann­ars finna nýja lag­ið Hea­ven To A Heathen, sem Elín samdi með Grammy-verð­launa­haf­an­um Mart­in Terefe. Elín kem­ur fram ásamt gít­ar­leik­ar­an­um Reyni Snæ Magnús­syni.

Elín Hall er marg­verð­laun­uð tón­list­ar­kona og leik­kona sem hef­ur skap­að sér ein­stak­an sess í ís­lenskri menn­ingu. Hún sló í gegn með plöt­unni heyr­ist í mér?, sem hlaut verð­laun sem Plata árs­ins hjá Reykja­vík Grapevine. Tónlist henn­ar ein­kenn­ast af ljóð­ræn­um textum, framúrsk­ar­andi laga­smíð­um, draum­kennd­um hljóð­heimi og per­sónu­leg­um frá­sögn­um.

Elín hef­ur kom­ið fram á fjöl­mörg­um tón­list­ar­há­tíð­um eins og Ice­land Airwaves og BludFest í Bretlandi, og mun í sum­ar hita upp fyr­ir Smashing Pumpk­ins í Reykja­vík. Hún starf­ar einn­ig sem leik­kona og vakti heims­at­hygli fyr­ir kvik­mynd­ina When the Lig­ht Breaks sem sýnd var á Cann­es og færði henni Edd­una og verð­laun sem besta leik­kona í að­al­hlut­verki á kvik­mynda­há­tíð­inni í Chicago.

Ver­ið hjart­an­lega vel­komin í stof­una á Gljúfra­steini!

Að­gangs­eyr­ir er 3.900 kr. og eru mið­ar seld­ir í af­greiðslu Gljúfra­steins á tón­leika­degi.

Næg bíla­stæði við Jón­st­ótt.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00