Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Hlégarður

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um þann 04.12.2024, í kjöl­far um­fjöll­un­ar skipu­lags­nefnd­ar þann 29.11.2024, að kynna og aug­lýsa deili­skipu­lagstil­lögu 1. áfanga Blikastaðalands á vinnslu­stigi, ásamt drög­um að um­hverf­is­mati, í sam­ræmi við 4. mgr. 40 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

    Deili­skipu­lagstil­laga á vinnslu­stigi er ekki full­mótað deili­skipu­lag held­ur er til­lög­unni ætlað að kynna helstu hug­mynd­ir, for­send­ur og um­hverf­is­mat fyr­ir íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins og öðr­um hags­muna­að­il­um. Í kjöl­far­ið verð­ur unn­ið með inn­send­ar ábend­ing­ar og end­an­leg skipu­lagstil­laga aug­lýst síð­ar til um­sagn­ar.

    Meg­in­markmið skipu­lags­ins er að leggja grunn að öfl­ugu og eft­ir­sókn­ar­verðu hverfi sem styrk­ir nærum­hverf­ið og bæt­ir lífs­gæði þeirra sem sækja svæð­ið, þar starfa eða búa. Rísa á blönd­uð þétt byggð sem styð­ur við sam­fé­lags­heild, með áherslu á sam­spil nátt­úru og byggð­ar, virkt um­hverfi, gæði al­menn­ings­rýma, stíga, dval­ar- og íveru­svæða. Nýtt hverfi skal hýsa lif­andi starf­semi og fjöl­breytt­ar íbúð­ir á sam­göngu- og þró­un­ar­ás með gott að­gengi að ólík­um ferða­mát­um. Áhersla er á vist­væn­ar sam­göng­ur, stíga og góð­ar teng­ing­ar. Blikastaða­bær mun öðl­ast nýtt hlut­verk sem lif­andi mið­svæði, verslun- og þjón­usta.

    Vinnslu­til­laga sýn­ir með­al ann­ars út­færsl­ur grænna svæða, Skála­túns­lækj­ar, sam­gangna, kennisn­ið gatna, húsa­gerð­ir og hverfa­skipt­ingu auk skugga­varps og vind­þæg­inda mið­svæð­is við Blikastaða­bæ og borg­ar­línu­stöð. Gögn­in sýna skipt­ingu íbúða milli fjöl- og sér­býla; rað-, par- og ein­býl­is­húsa. Alls sýn­ir til­lag­an um 1.270 íbúð­ir, hátt í 7.800 fer­metra af verslun- og þjón­ustu, einn leik­skóla ásamt sam­byggð­um leik- og grunn­skóla.

    Með­fylgj­andi er um­hverf­is­mats­skýrsla í vinnslu til forkynn­ing­ar, þar sem lagt er mat á sam­fé­lag, sam­göng­ur, heilsu og ör­yggi, aðlind­ir, lands­lag og ásýnd, nátt­úruf­ar, minj­ar og lofts­lag. Einn­ig er hjálagt minn­is­blað og drög að sam­an­tekt sam­göngu- og um­ferð­ar­mála í vinnslu. Sam­hliða skipu­lags­ferl­inu og full­mót­un til­lögu á deili­skipu­lagi munu gögn taka breyt­ing­um í sam­ræmi við þró­un og full­mót­un skipu­lagstil­lögu. Stefnt er að því að skipu­lags­áætl­un­in hljóti vist­vott­un BREEAM Comm­unities.

    Gögn eru unn­in af Nord­ic arki­tekt­um, SLA lands­lags­arki­tekt­um og Eflu þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki í sam­starfi við Mos­fells­bæ.

    At­huga­semd­ir, ábend­ing­ar og um­sagn­ir skulu berast skrif­lega í Skipu­lags­gátt­ina.

    Um­sagna­frest­ur er til og með 10. fe­brú­ar 2025.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00