Á aðventunni fáum við heimsókn frá tveimur barnabókahöfundum sem kynna fyrir okkur nýjustu bækurnar sínar.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir les fyrir okkur upp úr ævintýrabókinni Valkyrjusögur.
Hjalti Halldórsson verður á jólalegum nótum með bækurnar Hinn eini sanni jólasveinn og Bannað að vekja Grýlu.
Jólalegar veitingar að lestri loknum.
Öll velkomin!