Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Leikhópurinn Lotta bregður á leik í sumar með glænýjan íslenskan fjölskyldusöngleik um sjálfan Bangsímon og vini hans.

    Sýn­ing­in fer fram á tún­inu við Hlé­garð mánu­dag­inn 8. júlí kl. 18:00.

    Miða­verð 3.700 kr., frítt fyr­ir 2ja ára og yngri. Miða­sala á staðn­um sem og á tix.is.

    Miðasala á tix.is:

    Flest­ir kann­ast við vina­lega bangs­ann hann Bangsimon, vini hans Grísl­ing­inn, Kaniku, Eyrnaslapa og Ugl­una svo þau þarf vart að kynna. Í hönd­um Lottu hef­ur þess­um sög­um ver­ið gef­ið nýtt líf og lifna per­són­urn­ar nú loks­ins við frammi fyr­ir aug­un­um á okk­ur. Eins og Lottu er von að vísa eru 10 glæný ís­lensk lög í sýn­ing­unni, mik­ið af döns­um og heill hell­ing­ur af brönd­ur­um, bæði fyr­ir börn og full­orðna. Sýn­ing­in er klukku­tími að lengd og skipta fimm leik­ar­ar á milli sín öll­um hlut­verk­um.

    Bangsím­on er klukku­stund­ar­löng sýn­ing sem er hugs­uð fyr­ir alla ald­urs­hópa og eiga þar full­orðn­ir jafnt sem börn að geta skemmt sér sam­an. Þar sem sýn­ing­arn­ar eru ut­an­dyra er um að gera að klæða sig eft­ir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa og halda svo á vit æv­in­týr­anna í Æv­in­týra­skóg­in­um.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00