Í aðdraganda Alþjóðlega bangsadagsins lesum við saman tvær krúttlegar bangsasögur.
Sú fyrri heitir „Björn hefur sögu að segja“ eftir Philip C. Stead og er bókin skreytt vatnslitamyndum eftir Erin E. Stead. Sagan segir frá því hvernig björninn gengur um skóginn í leit að einhverjum sem vill hlusta söguna hans áður en veturinn skellur á. Þessi fallega saga um vináttu og þolinmæði hefur hlotið fjölda verðlauna.
Síðan heyrum við stutta sögu um björninn Fergus sem elskar að fela sig. Eina er að hann er ekkert svakalega góður í því… enn sem komið er! Bókin heitir „Finndu Fergus“ og er eftir Mike Boldt.
Eftir sögustundina býðst gestum að leysa bangsaþrautir, lita myndir og leita að Fergusi í bókasafninu. Þátttökuverðlaun í boði.
Bangsaleitin, ásamt þrautum og myndum, verður í boði allt vetrarfríið, þ.e. til og með 28. október.
Öll velkomin!