Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fells­bær er rösk­ir 220 fer­kíló­metr­ar að flat­ar­máli og af­markast af Reykja­vík (áður Kjal­ar­nes­hreppi) að norð­an, að aust­an af Þing­valla­hreppi, Grafn­ings­hreppi og Ölfus­hreppi og að sunn­an­verðu af Reykja­vík og Kópa­vogi. Áður fyrr var sveit­ar­fé­lag­ið stærra og náði upp­haf­lega all­ar göt­ur nið­ur að Ell­iða­ám.

Sveit­ar­fé­lag­ið hét Mos­fells­hrepp­ur (Mos­fells­sveit) fram til 9. ág­úst 1987 en það ár varð hrepp­ur­inn að bæ og fékk nafn­ið Mos­fells­bær.


Þórð­ur skeggi

Land­náms­mað­ur­inn hér um slóð­ir var Þórð­ur skeggi sem bjó að Skeggja­stöð­um. Hann nam land milli Leir­vogs­ár og Úlfarsár (Korpu).


Leiru­vog­ur

Leiru­vog­ur geng­ur inn úr Kollafirði og í hann falla þrjár ár; Leir­vogsá, Kalda­kvísl og Varmá og eru Varmárós­ar frið­lýst­ir. Leiru­vog­ur er oft nefnd­ur í forn­sög­um, þar var á fyrri tíð al­þekkt skipa­lægi og al­geng leið það­an yfir á Þing­velli.


Mos­fell

Mos­fell er kirkju­stað­ur og prests­set­ur í Mos­fells­dal und­ir sam­nefndu fjalli. Um árið 1000 bjó sögu­hetj­an Eg­ill Skalla-Gríms­son á Mos­felli í elli sinni og var jarð­sett­ur í daln­um. Skömmu fyr­ir and­lát sitt faldi hann silf­ur­sjóð í grennd við bæ­inn, en hann hef­ur aldrei fund­ist. Fyrst var reist kirkja að Mos­felli á 12. öld en nú­ver­andi kirkja var vígð árið 1965, teikn­uð af Ragn­ari Em­ils­syni arki­tekt.


Lága­fell

Á Lága­felli stóð bæn­hús fyr­ir árið 1700 en stað­ur­inn tengd­ist aft­ur kristni­sögu sveit­ar­inn­ar seint á síð­ustu öld þeg­ar Lága­fells­kirkja var reist eft­ir harka­leg­ar deil­ur, en af þeim seg­ir í Inn­ansveit­ar­kroniku eft­ir Halldór Lax­ness. Lága­fells­kirkja hef­ur ver­ið end­ur­byggð en er að stofn­in­um til sama kirkj­an. Að Lága­felli bjó at­hafna­mað­ur­inn Thor Jen­sen síð­ustu ævi­ár sín.


Vagga ullar­iðn­að­ar­ins

Árið 1896 var reist ull­ar­verk­smiðja við Ála­foss í Varmá og þar reis verk­smiðju­hverfi í tím­ans rás, sem er nánast ein­stakt á Ís­landi. Nú er all­ur iðn­að­ur af­lagð­ur í Ála­fosskvos en ým­iss kon­ar list­a­starf­semi blómstr­ar þar í gömlu verk­smiðju­bygg­ing­un­um og set­ur lit á bæj­ar­sam­fé­lag­ið.


Stríðs­árin

Reykjalund­ur er byggð­ur úr landi Suð­ur-Reykja. Á styrj­ald­arár­un­um reis mik­il bragga­byggð á þessu lands­svæði og voru bragg­arn­ir nýtt­ir að hluta fyr­ir Vinnu­heim­il­ið að Reykjalundi sem tók þar til starfa árið 1945. Nú er þar rek­ið heilsu­hæli og end­ur­hæf­ing­ar­stöð, en auk þess er þar plast­iðn­að­ur.

Þeg­ar Ís­land var her­num­ið af Bret­um árið 1940 mynd­að­ist fjöl­menn her­manna­byggð í Mos­fells­sveit, eins og hún hét þá. Nú eru heil­leg­ar stríðs­minj­ar lítt áber­andi í bæj­ar­fé­lag­inu en þó má t.d. benda á stein­steypta vatns­geyma á svo­nefnd­um Ásum und­ir Helga­felli.


At­vinnu­veg­ir

Áður var land­bún­að­ur mik­ill í sveit­ar­fé­lag­inu en nú er að­eins eitt kúa­bú starf­rækt í Mos­fells­bæ. Sauð­fjár­bú­skap­ur er einn­ig nánast af­lagð­ur en hrossa­eign er hins veg­ar mik­il. Í sveit­ar­fé­lag­inu er líka vagga kjúk­linga­rækt­ar á Ís­landi og enn­þá eru hér starf­rækt stór kjúk­linga­bú. Mos­fells­bær er eini stað­ur­inn á Ís­landi þar sem rækt­að­ir eru kalk­ún­ar.

Yl­rækt er mik­il í Mos­fells­bæ og var reynd­ar fyrsta upp­hit­aða gróð­ur­hús lands­ins reist í Mos­fells­sveit árið 1923. Mik­ill jarð­hiti er í bæn­um en stór hluti af því vatni er leitt til Reykja­vík­ur. Hita­veita Mos­fells­bæj­ar er ein elsta hita­veita lands­ins.


Halldór Lax­ness

Í Lax­nesi var bernsku­heim­ili þjóð­skálds­ins Hall­dórs Lax­ness (1902-1998). Á efri árum rit­aði hann minn­inga­bæk­ur, t.d. Í tún­inu heima, þar sem hann sæk­ir efni­við á bernsku­stöðv­ar sín­ar í Mos­fells­dal. Á fimmta ára­tugn­um reisti Halldór íbúð­ar­hús steinsnar frá Lax­nesi og nefndi Gljúfra­stein. Þar bjó hann ásamt fjöl­skyldu sinni um ára­tuga­skeið.

Þann 23. apríl 2002 voru lið­in 100 ár frá fæð­ingu Hall­dórs Lax­ness og var þeirra tíma­móta minnst í Mos­fells­bæ með marg­vís­leg­um hætti.

Guddu­laug og Lax­nes­dý

Halldór Lax­ness var mik­ill úti­vist­ar­mað­ur og gekk mik­ið í ná­grenni Gljúfra­steins enda um­hverf­ið fag­urt. Tíð­um hef­ur hann geng­ið nið­ur með Köldu­kvísl, yfir Lax­neslæk og upp með litl­um læk neð­ar, Lax­nestungu­læk. Í læk­inn renn­ur (rann) vatn úr kalda­vermsl norð­an hans. Þau voru nefnd Guddu­laug. Halldór seg­ir frá laug­inni í einni bóka sinna og taldi vatn­ið sér­lega heil­næmt.

Vatns­veita Mos­fells­bæj­ar tek­ur vatn úr Guddu­laug og öðru ná­lægu vatns­bóli, Lax­nes­dýj­um. Form­leg­ur vatns­veit­u­r­ekst­ur hófst í Mos­fells­sveit árið 1966. Vatns­veit­an rek­ur nú eig­ið vatns­ból í Lax­nes­dýj­um. Vatni úr Lax­nes­dýj­um er dreift um Mos­fells­dal, Helga­fells­hverfi og til Reykjalund­ar. Auk Lax­nes­dýja ræð­ur Vatns­veit­an yfir fyrr­nefndu vatns­bóli, Guddu­laug, sem að­eins er notað þeg­ar vatns­ból­ið í Lax­nes­dýj­um full­næg­ir ekki þörf­um. Ann­að neyslu­vatn er keypt af Vatns­veitu Reykja­vík­ur.

Á skilti ná­lægt Guddu­laug seg­ir: „Guddu­laug er kalda­vermsl, sem gef­ur af sér um 10 sek­únd­u­lítra af 4 gráðu heitu vatni, og var laug­in virkj­uð af Mos­fells­hreppi um 1980. Skammt hér fyr­ir aust­an stóð kot­býl­ið Lax­nestunga en eng­ar menj­ar sjást leng­ur um þann bæ.“

Í end­ur­minn­inga­sög­unni Í tún­inu heima ger­ir Halldór Lax­ness Guddu­laug að himnesk­um heilsu­brunni og seg­ir: „Í daln­um trúðu all­ir á þessa lind; ein­lægt ef ein­hver var hættu­lega sjúk­ur var sótt vatn í Skilti­þessa lind. Fað­ir minn trúði á þessa lind. Ég trúði líka á þessa lind. Þeg­ar fað­ir minn var hætt kom­inn í lúngna­bólgu í fyrra sinn­ið var ég lát­inn sækja vatn handa hon­um í þessa lind tvisvar á dag og hon­um batn­aði. Þeg­ar hann fékk lúngna­bólgu næst, átta árum síð­ar, þá var ég í bæn­um að láta prenta Barn nátt­úr­unn­ar og einginn til að sækja hon­um vatn í þessa lind og hann dó…

Af­rensl­ið úr Guddu­laug var neð­anjarð­ar, jarð­veg­ur­inn gró­inn yfir læk­inn en sumstað­ar voru hol­ur nið­ur gegn­um jarð­veg­inn oní læk­inn; þar dorg­uð­um við láng­tím­um sam­an og dróg­um lít­inn fal­leg­an fisk; sem bet­ur fór ekki of oft.“

Í tún­inu heima

Á þessu nesi
á þessu túni
stóð bær.
Brún­klukka í mýri?
Nei, ekki meir. En al­tær lind og ilm­ur af reyr.
Og þeg­ar þú deyr þá lif­ir reyr
á þessu nesi
við þessa lind
í þessu túni þar sem stóð bær
Lind
Reyr –

Halldór Lax­ness

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00