Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Kjarni, Þver­holti 2
270 Mos­fells­bæ

525-6789
skjalasafn@mos.is


Hlut­verk

Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar er sjálf­stæð skjala­vörslu­stofn­un. Safn­ið starf­ar sam­kvæmt Lög­um um op­in­ber skjala­söfn nr. 77/2014, Reglu­gerð um hér­aðs­skjala­söfn nr. 283/1994 og Sam­þykkt fyr­ir hér­aðs­skjala­safn­ið, und­ir­ritað af Ólafi Ás­geirs­syni þá­ver­andi þjóð­skjala­verði. Um­dæmi safns­ins er Mos­fells­bær.

Hér­aðs­skjala­safn­ið ann­ast söfn­un, inn­heimtu og varð­veislu skjala frá af­hend­ing­ar­skyld­um að­il­um, þ.e. stofn­un­um Mos­fells­bæj­ar og fé­lög­um sem njóta veru­legra op­in­berra styrkja, skrá­setja þau og gera að­gengi­leg not­end­um og á all­an hátt leit­ast við að efla þekk­ingu á sögu um­dæm­is­ins.

Hér­aðs­skjala­safn­ið leit­ast einn­ig við að fá til varð­veislu skjöl ein­stak­linga, fé­laga­sam­taka, fyr­ir­tækja og ann­arra er gildi þykja hafa fyr­ir sögu um­dæm­is þess eða íbúa.

Hér­aðs­skjala­safn­ið skal leit­ast við að eign­ast eft­ir­tök­ur af öðr­um skjöl­um sem varða hér­að­ið og ekki fást í frum­riti. Jafn­framt safn­ar Hér­aðs­skjala­safn­ið mark­verð­um skjöl­um ein­stak­linga og fé­laga­sam­taka sem ekki eru skila­skyld til safns­ins, auk ljós­mynda, hljóð- og mynd­banda sem varða sögu hér­aðs­ins eða íbúa þess á ein­hvern hátt.


Lestr­ar­sal­ur

Lestr­ar­sal­ur er stað­sett­ur á hér­aðs­skjala­safn­inu í kjall­ara Kjarn­ans í Þver­holti 2. Að­staða er fyr­ir 4-6 á lessal.


Hand­bóka­safn

Hand­bóka­safn er til nota á staðn­um í boði fyr­ir gesti safns­ins.

Að jafn­aði gild­ir sú regla að hverj­um þeim, sem þess ósk­ar, er heim­ill að­gang­ur að skjöl­um í vörslu Hér­aðs­skjala­safns­ins. Á þessu eru nokkr­ar und­an­tekn­ing­ar sem flest­ar lúta að per­sónu­vernd ein­stak­linga. Þann­ig eru þau skjöl, sem inni­halda upp­lýs­ing­ar um per­sónu­lega hagi ein­stak­linga, ekki opin öðr­um en þeim, sem mál­ið varð­ar, fyrr en að 80 árum liðn­um frá mynd­un þeirra.


Skjala­varsla

Varð­veisla skjala op­in­berra að­ila er lög­bund­in og eyð­ing þeirra óheim­il nema með sér­stakri heim­ild þar um. Í skjöl­um op­in­berra að­ila eru upp­lýs­ing­ar um rekst­ur og stöðu við­kom­andi embætt­is eða stofn­un­ar, alla ákvarð­ana­töku og hvern­ig stað­ið er að henni, sem og um rétt­indi og skyld­ur ein­stak­linga og lög­að­ila.

Skjala­varsla fel­ur í sér skipu­lögð vinnu­brögð við dag­lega með­ferð og varð­veislu skjala, í hvaða formi sem þau eru, sem til verða hjá embætt­um og stofn­un­um.


Tengl­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00