Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Halldór Lax­ness (1902-1998) er tengd­ur Mos­fells­sveit og -bæ órofa bönd­um. Hann fædd­ist í Reykja­vík hinn 23. apríl 1902 en flutt­ist á barns­aldri með for­eldr­um sín­um, Sig­ríði Hall­dórs­dótt­ur og Guð­jóni Helga Helga­syni, að Lax­nesi í Mos­fells­sveit.


Gljúfra­steinn

Halldór kenndi sig alla tíð við bernsku­stöðv­ar sín­ar og um miðj­an fimmta ára­tug­inn byggði hann hús, Gljúfra­stein, í Mos­fells­dal. Halldór og Auð­ur Sveins­dótt­ir, heit­kona hans, fluttu í dal­inn árið 1945 en þau gengu í hjóna­band seinna sama ár. Hjón­in eign­uð­ust tvær dæt­ur, Sig­ríði og Guðnýju. Gljúfra­steins­heim­il­ið var hlý­legt og þar var mjög gest­kvæmt.

Ís­lenska rík­ið keypti Gljúfra­stein árið 2002. Tveim­ur árum síð­ar var hús­ið opn­að al­menn­ingi sem safn Hall­dórs Lax­ness.


Fer­ill Hall­dórs

Fer­ill Hall­dórs spann­aði tæp 70 ár en hann sendi frá sér 62 rit á 68 árum eða næst­um bók á ári.

Fyrsta skáld­saga Hall­dórs, Barn nátt­úr­unn­ar, kom út um haust­ið 1919 þeg­ar hann var 17 ára. Bókin hlaut góð­ar við­tök­ur hjá gagn­rýn­end­um. Árið 1927 kom út bókin Vefar­inn mikli frá Kasmír en hún er talin fyrsta stór­verk skálds­ins og marg­ir segja hana marka upp­haf nú­tím­ans í ís­lensk­um bók­mennt­um. Árin 1931 og 1932 kom bókin Salka Valka út í tveim­ur hlut­um. Í kjöl­far­ið fylgdi bókin Sjáf­stætt fólk en hún var gef­in út árin 1934 og 1935. Í Ís­lands­klukk­unni sagði Halldór sögu þjáðr­ar og und­irok­aðr­ar þjóð­ar en bókin kom út í þrem­ur bind­um á ár­un­um 1943 til 1946.

Halldór Lax­ness hlaut Bók­mennta­verð­laun Nó­bels árið 1955.

Halldór sá æsku­ár sín í Mos­fells­daln­um í hill­ing­um og í nokkr­um bóka sinna sæk­ir hann efni­við­inn í Mos­fells­sveit, einkum í Inn­ansveit­ar­kroniku (1970) og end­ur­minn­inga­bók­inni Í tún­inu heima (1975).

Halldór Kilj­an Lax­ness lést 8. fe­brú­ar 1998.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00