Barnavernd Mosfellsbæjar vinnur með foreldrum og börnum að bættum aðstæðum og leitast við að tryggja velferð og öryggi barna. Barnavernd leitar lausna og úrræða í erfiðum málum. Barnavernd er í samvinnu við skóla, heilbrigðiskerfi, lögreglu, velferðarþjónustu og alla þá sem vinna með börnum.
Hér er hægt að senda inn tilkynningu vegna barna sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ og eru búsett í Mosfellsbæ.
Barnavernd Mosfellsbæjar tekur einnig á móti tilkynningum er varða börn sem eiga lögheimili í Kjósarhreppi og eru búsett í Kjósarhreppi.
Tilkynningar til barnaverndar
Öll hafa tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum og hún skiptir miklu máli fyrir velferð barna.
Ef þú telur að barn búi við aðstæður sem eru óæskilegar og hafa neikvæð áhrif á heilsu þess, líðan eða þroska átt þú að tilkynna það til barnaverndar.