Tilkynning til barnaverndar
Ef þú heldur að barn sé í hættu hringdu strax í 112.
Starfsfólk fjölskyldusviðs tekur við tilkynningum í síma 525-6700 á opnunartíma bæjarskrifstofu. Utan dagvinnutíma tekur 112 við tilkynningum.
Bakvakt barnaverndar Mosfellsbæjar sinnir neyðartilvikum utan dagvinnutíma.
Markmið
Markmið barnaverndar er að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Það er gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Með börnum er átt við einstakling innan 18 ára aldurs.
Þjónusta barnaverndar er í samræmi við barnaverndarlög nr. 80/2002 og önnur lög, eftir því sem við á hverju sinni.