Garðyrkjudeild Mosfellsbæjar sér um uppbyggingu, hirðingu og viðhald opinna svæða, leiksvæða og stofnanalóða, leikskóla- og skólalóða. Einnig sér garðyrkjudeildin vinnuskólanum fyrir verkefnum á sumrin.
Garðyrkjudeildin sér um fegrun bæjarins eins og skipulagningu og plöntun sumarblóma, gróðursetningu trjá og runna og uppsetningu og skipulags jólaskrauts í bænum.
Grassláttur
Gras á opnum svæðum, leiksvæðum, við götur og á lóðum grunn- og leikskóla Mosfellsbæjar er slegið 3-10 sinnum yfir sumarið. Ekki er slegið innan lóða hjá fólki og eru íbúar hvattir til að kynna sér lóðamörk sem hægt er að sjá á kortavef Mosfellsbæjar.
Grassláttur er að stórum hluta í höndum verktaka.
Skógrækt
Mosfellsbær hefur gert samstarfssamning við Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt á völdum svæðum í Mosfellsbæ. Þau svæði eru við Lágafell, Úlfarsfell, Helgafell, Mosfell, Norður-Reyki, Æsustaðafjall og Meltún í Reykjahverfi.
Árið 2011 var undirritaður samstarfssamningur Mosfellsbæjar, Skógræktarfélags Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins Harðar um umfangsmikla umgræðslu og skógrækt á Langahrygg í Mosfellsdal.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hefur umsjón með glæsilegu útivistarsvæði við Hamrahlíð þar sem er fjöldi fallegra gönguleiða og útivistarmöguleika.
Matjurtagarðar
Garðyrkjudeild hefur umsjón með leigu matjurtagarða til almennings sem eru starfræktir frá maí til september. Garðarnir eru leigðir út tættir og merktir. Matjurtagarðar bæjarins eru staðsettir austan Varmárskóla.
Útleiga matjurtagarða bæjarins fer venjulega fram í maí og tekur Heiða Ágústsdóttir, verkefnastjóri garðyrkju, á móti umsóknum í tölvupósti, heida[hja]mos.is.