Mosfellsbær er frábær staður fyrir ferfætlinga. Í bænum eru fjöldi gönguleiða og reiðstíga sem henta vel til útivistar.
Hundahald
Heilbrigðiseftirlitið er staðsett að Hlíðasmára 14 í Kópavogi og svæði þess er Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes.
Á vef Heilbrigðiseftirlitsins er að finna upplýsingar um hundahald og hundaeftirlit og þar er gengið frá skráningu á hundi.
Lausir hundar
Ábendingar og kvartanir vegna lausra hunda og ónæðis vegna þeirra skal beint til Heilbrigðiseftirlitsins:
Hestamennska
Í Mosfellsbæ er góð aðstaða fyrir hestamenn og þar er staðsett blómleg hesthúsabyggð. Hesthúsahverfið er á Varmárbökkum í fallegu umhverfi.
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ stendur fyrir kraftmiklu íþróttastarfi auk námskeiða í reiðmennsku. Félagið hefur inniaðstöðu í glæsilegri reiðhöll á Varmárbökkum.
Kort af reiðleiðum
Hænsnahald
Hægt er að sækja um leyfi til að halda allt að 6 hænur. Hanar eru með öllu óheimilir. Leyfi er veitt til 5 ára í senn.
Meindýravarnir
Mosfellsbær sér um meindýravarnir á svæðum í umsjá Mosfellsbæjar. Vinsamlega hafið samband við Guðmund í síma: 660-6236.