Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Þeg­ar vor­ar stefna marg­ir á fram­kvæmd­ir við hús sín og lóð­ir. Þá er mik­il­vægt að hafa í huga að ýms­ar fram­kvæmd­ir geta ver­ið háð­ar bygg­ing­ar­leyfi, sam­þykki sveit­ar­fé­lags, aðliggj­andi lóð­ar­hafa eða þarfn­ast frek­ari rýni skipu­lags.


Sækja þarf um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir:

 • Skjól­veggj­um og girð­ing­um sem eru hærri en 1,80 m yfir land­hæð.
 • Veggj­um og girð­ing­um við lóð­ar­mörk að opn­um svæð­um, stíg­um eða göt­um (í bæj­ar­landi) sem eru hærri en sem nem­ur fjarð­lægð veggs eða girð­ing­ar frá lóð­ar­mörk­um.
 • Steypt­um veggj­um og stoð­veggj­um á lóð­um og lóða­mörk­um.

Und­an­þeg­ið bygg­ing­ar­leyfi:

 • Skjól­vegg­ir og girð­ing­ar sem eru allt að 1,8 m að hæð og eru ekki nær lóð­ar­mörk­um en 1,8 m.
 • Girð­ing­ar sem eru nær lóð­ar­mörk­um en 1,8 m og eru ekki hærri en sem nem­ur fjar­lægð­inni að lóð­ar­mörk­um þ.e. fjar­lægð­in frá lóð­ar­mörk­um end­ur­spegl­ar hæð­ina.
 • Skjól­vegg­ir sem eru allt að 2,0 m lang­ir og 2,5 m háir og áfast­ir við hús í a.m.k. 1,8 m fjar­lægð frá lóð­ar­mörk­um.
 • Lóð­ar­höf­um samliggj­andi lóða er heim­ilt að reisa girð­ing­ar og skjól­veggi allt að 1,8 m að hæð á lóð­ar­mörk­um án bygg­ing­ar­leyf­is, en með skrif­legu sam­þykki hlut­að­eig­andi að­ila sem skila þarf til bygg­inga­full­trúa.
 • Smá­hýsi sem er að há­marki 15m² og mesta hæð þaks er 2,5 m mælt frá yf­ir­borði jarð­vegs er und­an­þeg­ið bygg­ing­ar­leyfi. Sé smá­hýs­ið minna en 3,0 m frá aðliggj­andi lóð þarf sam­þykki eig­enda aðliggj­andi lóð­ar. At­hug­ið að slík smá­hýsi eru ekki ætluð til gist­ing­ar eða bú­setu. Enda sé fram­kvæmd­in í sam­ræmi við gild­andi deili­skipu­lag.

Hafa í huga:

 • Alltaf skal leita sam­þykk­is aðliggj­andi lóð­ar­hafa, vegna fram­kvæmda á lóða­mörk­um, áður en fram­kvæmd hefst.
 • Það er á ábyrgð lóð­ar­hafa að vegg­ir, grind­verk og gróð­ur, sem snúa út að göt­um og gang­stétt­um, hindri ekki sjón­lín­ur ak­andi, hjólandi og gang­andi veg­far­enda.
 • Gróð­ur og frá­gang­ur girð­inga skal val­inn með sjón­lín­ur í huga. Í
  ein­hverj­um til­fell­um get­ur þurft að stað­setja girð­ingu og/eða gróð­ur inn­ar á lóð­ina til að sjón­lín­ur séu í lagi.
 • Gróð­ur á lóð­ar­mörk­um má ekki vaxa yfir göngu­leið­ir, um­ferð­ar­skilti og ljósastaura.
Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00